Byggingin er bæði áhorfendastúka og 3ja hæða þjónustubygging sem geymir m.a. búningsklefa í kjallara, móttökusali á 1. hæð og VIP sal og fjölmiðla aðstöðu á 3. hæð með góðu útsýni yfir leikvanginn.
Heildarstærð mannvirkisins er um 1500 m². Mismunandi notkunarmöguleikar sameinast þannig í einni heilstæðri byggingu. Þakið yfir áhorfendastúkunni myndar eins konar væng sem gefur mannvirkinu létt og svífandi form.
Aðkoman að mannvirkinu er einföld, anddyrin opin og björt með góðum tengingum út í áhorfendastúkuna. Æfingasvæðið vestan megin byggingarinnar er tengt búningsaðstöðunni, neðanjarðar.
Litir voru valdir með tilliti til þess að þeir féllu sem best að sínu nánasta umhverfi og gæfu Kópavogsdalnum aukna mýkt og glæsileik.
Byggingin fékk hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2008.
Mansard er alhliða teiknistofa sem sérhæfir sig í þjónustu við byggingarverktaka, bæjarfélög, stofnanir og einstaklinga.
Mansard vinnur sýnar teikningar með Autodesk Revit þrívíddarforriti sem og Auto Cad teikniforriti.