Byggingin er um 7000 m2, ein samhangandi bygging, sex hæða (sjötta hæð er inndregin) auk bílakjallara. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði starfsemi fyrir verslun á 1. hæð og skrifstofur á öðrum hæðum.
Aðal burðarvirki byggingarinnar er úr járnbentri steinsteypu. Gluggar og frontar eru úr áli. Útveggir 1. - 5. Hæðar eru annars vegar klæddir loftræstri steinflísa klæðningu eða álklæðningu.
Mansard er alhliða teiknistofa sem sérhæfir sig í þjónustu við byggingarverktaka, bæjarfélög, stofnanir og einstaklinga.
Mansard vinnur sýnar teikningar með Autodesk Revit þrívíddarforriti sem og Auto Cad teikniforriti.