Byggingar eru tvær og liggja við Friggjarbrunn 3 og 5. Sex íbúðir eru í hvoru húsi, eða 12 samtals. Húsin eru staðsteypt.
Á 1. Hæð eru innbyggðar bílageymslur, sérgeymslur íbúða ásamt inntaksklefa og hjóla og vagnageymslum. Á 2. hæð húss nr. 5 er þar að finna, 2. herbergja íbúð sem er sérhönnuð fyrir fatlaða. Annars skiptast íbúðir þannig upp á hverri hæð: Á 2. hæð eru 3 íbúðir í hvoru húsi fyrir sig og á þeirri þriðju eru tvær íbúðir. Bæði húsin hafa þakíbúðir og er ein slík í hvoru húsi. Stigahús er með lyftu. Þak stigahúss er bogaþak.
Aðal burðarvirki byggingarinnar er úr járnbentri steinsteypu. Þak yfir lyftuhúsi er uppstólað og borið uppi af trjáviðum.
Útveggir byggingarinnar eru sléttpússaðir og málaðir.
Meðhönnuður: Björgvin Halldórsson byggingafræðingur.
Mansard er alhliða teiknistofa sem sérhæfir sig í þjónustu við byggingarverktaka, bæjarfélög, stofnanir og einstaklinga.
Mansard vinnur sýnar teikningar með Autodesk Revit þrívíddarforriti sem og Auto Cad teikniforriti.