Byggingin er 16 íbúða staðbyggt fjölbýlishús. Í kjallara eru sérgeymslur íbúða ásamt inntaksklefa og hjóla og vagnageymslum. Byggingin er um 1920 m².
Aðal burðarvirki byggingarinnar er úr járnbentri steinsteypu. Útveggir byggingarinnar eru klæddir loftræstri utanhúss klæðningu í flokki 1.
Öll svalahandrið (þar með stigagangssvalir) eru gerð úr samlímdu öryggisgleri.
Mansard er alhliða teiknistofa sem sérhæfir sig í þjónustu við byggingarverktaka, bæjarfélög, stofnanir og einstaklinga.
Mansard vinnur sýnar teikningar með Autodesk Revit þrívíddarforriti sem og Auto Cad teikniforriti.