Um er að ræða tvö fjölbýlishús við Austurkór 100 og 102. Stærð hvor húss er um 780 m².
Hvor byggingin er að sex íbúða hús, með sérinngangi í allar íbúðir. Aðal burðarvirki byggingarinnar er úr járnbentri steinsteypu.
Útveggir byggingarinnar eru að öllu leiti steinaðir í ljósum lit.
Öll svalahandrið eru staðsteypt og eða úr hertu samlímdu öryggisgleri skv. reglugerð.
Mansard er alhliða teiknistofa sem sérhæfir sig í þjónustu við byggingarverktaka, bæjarfélög, stofnanir og einstaklinga.
Mansard vinnur sýnar teikningar með Autodesk Revit þrívíddarforriti sem og Auto Cad teikniforriti.